Færsluflokkur: Bloggar

Hæstvirtur afdankaður

Furðulegt sjónarmið hjá Páli, afdankað jafnvel.

Eins og það sé einhver fjarstæðukenndur möguleiki úr forneskjuhugsun kommúnisma að yfirvöld beiti þegna sína vopnavaldi? Að það sé nokkuð örugglega líklegra að til vopnaðra átaka og alvarlegra slysa komi við slíkar aðstæður? Það sjónarmið að vopnavæðing lögreglu kalli líklega á frekari vopnavæðingu undirheima er kannski bara einhver anarkismi? Þetta er hlutir sem sjá má í löndum um allan heim. Á meðan að ekki er hægt að sjá að vopnavæðing lögreglu sé að hindra hryðjuverkamenn að neinu marki.

Það er vægast sagt slæm hugmynd að vopnað yfirvald geti athafnað sig án gagnsæis með þeim einu rökum að málstaður þeirra hverju sinni sé svo góður eða mikilvægur að hann sé yfir vilja og gagnrýni landsmanna. Barnalegt hjá þingmanni og jafnvel merki um afdankaðan hugsunarhátt að halda að við séum á einhverjum stað eða tíma í mannkynssögunni að við séum yfir það hafin.

Efast líka um að ISIS liðar liggji yfir elhúsdagsumræðum á alþingi eða facebook færslum þingmanna um störf lögreglunnar.  


mbl.is Myndi gagnast hryðjuverkamönnum best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstakt...

...að þurfa myndir utan úr geimnum til að átta sig á eigin holdarfari. Hefði haldið að spegill dugði.

 En ef þetta virkar svona vel, mætti kannski beita þessarri aðferð á aðra sem mega við aukinni sjálfsrýni.

 Ef þetta virkaði t.d bæði á hljóð og mynd, dettur mér t.d í hug, af handahófi, að hægt væri að taka upp Dr. Hannes Hólmstein tjá sig með einhverjum gervitunglum og senda honum upptökuna. Hann myndi kannski átta sig á eigin fáránleika og tjá sig 45% minna í kjölfarið. 


mbl.is Sá sig í Google Earth og missti 45 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skviva íssnesku plís !!!

Ég nenni nú yfirleitt ekki að nöldra yfir svona hlutum en grámi dagsins fyllir mig heift.

 Eru MBL blaðamennirnir farnir að nota Bullufisk til að þýða fréttirnar sínar?

 Þetta er ótrúlega illa skrifuð frétt ef við miðum við að hún eigi að vera á Íslensku. 

 En þessi setning er einna best: 

  "Í Tanzaníu er hefð fyrir því að töfralæknar notist við líkamsparta albínóa til þess að búa til töfraseyði sem tryggja á þá sem það drekkja auðsæld".

Hmm verða þeir sem drekkja sér á einhvern hátt tryggðir ?


mbl.is Dæmdir til dauða fyrir morð á albínóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegt að vera lifandi...banvænt jafnvel !

Skondnar þessar endalausu fréttir af niðurstöðum rannsókna um hvað er stórhættulegt og hvað er gott fyrir okkur. Ekki of feitur, ekki of mjór, ekki borða rautt kjöt...en samt, unnið kjöt, passa sig á sól, ekki nota sápu, passa að stunda gott kynlíf en ekki of mikið eða óvarlega, hlægja og ekki gleyma að gráta, ekki borða popp, drekka bjór fyrir uppbyggingu beina en ekki of mikið og alls ekki ef maður er með vínhneigð í genunum, ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó ! 


mbl.is Hættulegt að vera með mjó læri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð röksemdarfærsla

Bíddu...ef þú hefur málstað, ertu þá neyddur til að kjósa flokkinn sem er harðastur á móti þeim málstað?

þetta hlýtur að þýða að  þar sem ég er hrifinn af fjölmenningarsamfélagi, þarf ég að reyna að finna einhvern góðan rasistaflokk til að kjósa. 

 Ég vona að BB haldi sem mest áfram að tala fyrir hönd flokksins og að hann haldi áfram að "verja heiður Alþingis" á kostnað þjóðarinnar sem lengst. Það tryggir endalok flokksins...sem er vel. 


mbl.is Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins ! Loksins ! Loksins !

Ég verð að viðurkenna að ég skil nú ekki alveg hvert þessi ágæti borgarstjóri er að fara í sambandi við vændi og "kaffibúðir" en það er LÖNGU kominn tími á að einhver sýni kjark og reyni að stemma stigum við því alvarlega samfélagsmeini sem felst í "ódýrum veitingastöðum".
mbl.is Hreinsað til í Rauða hverfinu í Amsterdam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðan dag Hr InterAlnet

Þá er komið hér blogg. Skráði mig nú að mestu til að geta gert athugasemdir hjá öðrum sem takmarka slíkt við skráða notendur á sínum bloggum. En hver veit, kannski fyllist maður einhverri þörf annað slagið til að tjá sig eitthvað af fyrra bragði. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband