Loksins ! Loksins ! Loksins !

Ég verð að viðurkenna að ég skil nú ekki alveg hvert þessi ágæti borgarstjóri er að fara í sambandi við vændi og "kaffibúðir" en það er LÖNGU kominn tími á að einhver sýni kjark og reyni að stemma stigum við því alvarlega samfélagsmeini sem felst í "ódýrum veitingastöðum".
mbl.is Hreinsað til í Rauða hverfinu í Amsterdam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinaru gaur... Glæpatíðnin í Amsterdam er ein af þeim lægstu í evrópu og hvers vegna er það, nú auðvitað vegna frjálsari laga þar í landi gagnvart kannabis og vændi... Auðvitað er ég ekki að stuðla að mannsali og neinu svoleiðis rugli en kommon... Veit meira segja um eina stúlku sem vann fyrir sér í rauða hverfinu og hún sagði að hún væri að fá 3 falt meira á ári heldur en skólagengin manneskja í skrifstofustarfi hér á Ísland og að þetta væri eitt af bestu störfum sem hefði unnið við..

Amsterdam rules (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:52

2 identicon

Svo geri ég líka ráð fyrir því að aðsókn túrista á eigi eftir að minnka svo um munar. Amsterdam er falleg borg en ég geri fastlega ráð fyrir því að það sé stærri hluti túrista sem koma þarna fyrir "kaffibúðir" og vændi en bara til að sjá borgina. Ef ekki stærri þá allavega mjög stór.

Einar (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:48

3 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Getur verið að þér hafið bara lesið fyrirsögnina hjá mér....það eru bara þessir "ódýru veitingastaðir"  sem ég er ánægður að sé verið að taka á, enda fátt verra fyrir samfélag manna en ódýr matur. "Kaffibúðirnar" og rauðu gluggarnir eru ekkert mál og veit ég ekkihvað er verið að amast út í slíkt.

Guðmundur Kristjánsson, 18.12.2007 kl. 14:34

4 identicon

"3 falt meira á ári heldur en skólagengin manneskja í skrifstofustarfi hér á Ísland " Ég efast stórlega um að rauðahverfisstúlka græði svona mikið.

Ég fór til Amsterdam í sumar og fararstjórinn okkar sagði að drátturinn kostaði 50 evrur í Rauða hverfinu. Þeir sem eiga gluggana leigja þá út 8 tíma í senn og kostar leigan 300 evrur. Þú þarft sem sagt að fá 6 kúnna bara til að ná uppí leigu. Nema auðvitað að þú fáir kúnna sem tippa vel. 

Gutti (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband