14.6.2017 | 12:33
Hæstvirtur afdankaður
Furðulegt sjónarmið hjá Páli, afdankað jafnvel.
Eins og það sé einhver fjarstæðukenndur möguleiki úr forneskjuhugsun kommúnisma að yfirvöld beiti þegna sína vopnavaldi? Að það sé nokkuð örugglega líklegra að til vopnaðra átaka og alvarlegra slysa komi við slíkar aðstæður? Það sjónarmið að vopnavæðing lögreglu kalli líklega á frekari vopnavæðingu undirheima er kannski bara einhver anarkismi? Þetta er hlutir sem sjá má í löndum um allan heim. Á meðan að ekki er hægt að sjá að vopnavæðing lögreglu sé að hindra hryðjuverkamenn að neinu marki.
Það er vægast sagt slæm hugmynd að vopnað yfirvald geti athafnað sig án gagnsæis með þeim einu rökum að málstaður þeirra hverju sinni sé svo góður eða mikilvægur að hann sé yfir vilja og gagnrýni landsmanna. Barnalegt hjá þingmanni og jafnvel merki um afdankaðan hugsunarhátt að halda að við séum á einhverjum stað eða tíma í mannkynssögunni að við séum yfir það hafin.
Efast líka um að ISIS liðar liggji yfir elhúsdagsumræðum á alþingi eða facebook færslum þingmanna um störf lögreglunnar.
Myndi gagnast hryðjuverkamönnum best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Leyfum lögreglunni að gera hitt og þetta í friði" -sjónarmið er náttúrlega sjónarmið. Bara gamaldags sjónarmið. Leyfum þessum og hinum opinverum aðilum að gera þetta og hitt í friði jamm og já.
-í friði fyrir hverju? Jú, aðallega gagnrýni og nútímalegri kröfu um að þjónar almennings, lögregla og hvað annað láti húsbónda sinn, okkur almenning, vita af ferðum sínum og athöfnum. Páll er allt í lagi. Bara nokkrum áratugum á eftir nútímanum. Hann hlýtur að hlauap uppi nútímann ef hann herðir á sér.
jon (IP-tala skráð) 14.6.2017 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.